Viðskipti innlent

Stýrivaxtahækkun í Ástralíu

Frá Sydney Stýrivextir í Ástralíu eru nú sex prósent og hafa ekki verið hærri í sex ár.
Frá Sydney Stýrivextir í Ástralíu eru nú sex prósent og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Seðlabanki Ástralíu hefur hækkað stýrivexti um fjórðung úr prósenti. Þetta er í annað skipti á þremur mánuðum sem stýrivextir hækka í landinu en þeir standa nú í sex prósentum og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Ástralska hagkerfið stendur styrkum fótum þrátt fyrir að verðbólga sé nú um fjögur prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Ástralíu er þrjú prósent.

"Það er mikill vöxtur í hagkerfinu og verðbólguþrýstingur hefur aukist," sagði Ian Macfarlane, seðlabankastjóri. Spáð er hagvexti upp á þrjú prósent í Ástralíu á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×