Viðskipti innlent

Opnað fyrir viðskipti í Beirút

Líbanon. Beirút.
Líbanon. Beirút.

Hlutabréfamarkaðurinn í Beirút opnaði á ný í síðustu viku í fyrsta skipti síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon. BLOM-vísitalan, sem er nokkurs konar úrvalsvísitala Kauphallarinnar, lækkaði um 4,1 prósent á fyrsta degi viðskipta.

Viðskipti námu rúmum sjötíu milljónum íslenskra króna. Hlutabréf í hverju félagi gátu einungis lækkað um fimm prósent en þá var lokað fyrir viðskipti í viðkomandi félagi. Var þetta gert til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á markaðnum.

Bréf í fjöldamörgum félögum náðu fimm prósenta hámarkinu; þeirra á meðal bréf í fasteignafélaginu Solidere, sem var í eigu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, og Blom sem er stærsti banki Líbanon.

"Við ákváðum að opna fyrir viðskipti en tíminn verður að leiða í ljós hversu lengi verður opið. Við töldum nauðsynlegt að setja ýmsar takmarkanir og þær standa þar til annað verður ákveðið," sagði Fadi Khalaf, forstjóri Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×