Viðskipti innlent

Bensínshákar á undanhaldi

Bensínhákur frá Ford Sala á eldsneytisfrekum risajeppum hefur dregist saman um tæp fimmtíu prósent í Bandaríkjunum. Neytendur virðast heldur kjósa japanska bíla.
Bensínhákur frá Ford Sala á eldsneytisfrekum risajeppum hefur dregist saman um tæp fimmtíu prósent í Bandaríkjunum. Neytendur virðast heldur kjósa japanska bíla.

Enn syrtir í álinn hjá bandarískum bílaframleiðendum; sala Ford-bifreiða dróst saman um þrjátíu og fimm prósent í júlí miðað við sama tíma í fyrra, tæplega fjörutíu prósent færri Chrysler-bílar seldust og um tuttugu prósent færri bifreiðar frá General Motors.

Aukinn eldsneytiskostnaður auk stýrivaxtahækkana í Bandaríkjunum eru sagðir helstu orsakavaldar samdráttarins.

Bandarískir neytendur virðast nú kjósa sparneytnari og smærri japanska bíla á kostnað hinna stóru og bensínfreku bandarísku. Sala Toyota-bíla í Bandaríkjunum jókst um sextán prósent í júlí. Tíu prósenta söluaukning varð hjá Honda og hún varðrúmlega sex prósent hjá Hyundai. Toyota hefur nú næstmesta markaðshlutdeild í Bandaríkjunum á eftir General Motors.

Sala á stórum bensínfrekum jeppum dróst mest saman frá fyrra ári; um tæp fimmtíu prósent. Ford setti hins vegar á markað nokkrar gerðir smærri og meðfærilegri bíla og seldust þeir framar vonum. "Það er greinilegt að ökumenn vilja nú heldur smærri og meðfærilegri bíla," sagði Al Giombetti stjórnarformaður Ford, og bætti við: "nýir bílar á borð við Ford Fusion, sem eru minni og sparneytnari en eldri tegundir, eru greinilega það sem koma skal."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×