Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara 9. ágúst 2006 03:30 Samráð olíufélaganna var til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu í meira en fjögur ár áður en ríkissaksóknari fékk málið til meðferðar. fréttablaðið/hörður Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli." Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli."
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira