Viðskipti innlent

Cisco rýkur upp í verði

Hlutabréf í bandaríska hátæknifyrirtækinu Cisco Systems hækkuðu um meira en þrettán prósent, það mesta í fjögur ár, eftir að stjórnendur félagsins greindu frá því að tekjur félagsins á árinu myndu vaxa um fimmtán til tuttugu prósent á árinu. Það er öllu meira en hópur sérfræðinga hafði spáð fyrir.

Bæði hagnaður og velta á síðasta ársfjórðungi voru framar væntingum markaðsaðila.

Hluturinn stóð í rúmum nítján dölum við opnun markaða vestanhafs í gær. Bréfin höfðu aðeins hækkað um eitt prósent frá áramótum áður en kom að þessari hækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×