Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér 10. ágúst 2006 07:45 Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum var handtekinn í Jerúsalem fyrir rúmri viku þar sem hann tók þátt í mótmælum við bandarísku ræðismannsskrifstofuna. Maðurinn, Qussay Odeh, segir lögreglumenn hafa barið hann ítrekað ásamt því að hafa notað táragas til að yfirbuga hann. Eftir það hafi hann þurft að sitja í stofufangelsi í fimm daga. Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu manns þarna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Jerúsalem. Þarna voru jafnt útlendingar, Ísraelar og Palestínumenn að mótmæla stríðinu í Líbanon og Palestínu, segir Qussay. Ég var rétt nýkominn á staðinn þegar lögreglusveit kemur og byrjar að lemja fólk og sprauta táragasi. Þeir handtóku mig ásamt fimm öðrum sem voru viðstaddir mótmælin. Hann segir þeim sem handteknir voru hafa verið haldið í fimm klukkustundir á lögreglustöð áður en þeim var sleppt. Þá hafi fimm daga stofufangelsi tekið við. Ég er aumur í baki, hálsi og höndunum eftir þetta. Þessi mótmæli voru friðsamleg á allan hátt, við stóðum þarna með spjöld að mótmæla stríðinu. Qussay segist hafa fengið ábendingar frá fólki um að kæra ekki, það hefði ekkert upp á sig. Ég ætlaði að kæra þetta en mér hefur verið bent á að sleppa því vegna þess að það gerist ekki neitt. Ég fór á sjúkrahús daginn eftir og fékk vottorð, en ég er efins um að ég kæri. Ég ætla að minnsta kosti að bíða og sjá hvort lögreglan ætli að gera eitthvað meira úr þessu máli, segir hann. Ég kom um mánaðamótin til Palestínu til að heimsækja fjölskyldu, vini og ættingja. Þetta kemur ekki til með að stytta heimsóknina, ég læt svona ekkert stöðva mig, segir Qussay, sem hefur verið búsettur á Íslandi í sjö ár og varð nýlega íslenskur ríkisborgari. Erlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum var handtekinn í Jerúsalem fyrir rúmri viku þar sem hann tók þátt í mótmælum við bandarísku ræðismannsskrifstofuna. Maðurinn, Qussay Odeh, segir lögreglumenn hafa barið hann ítrekað ásamt því að hafa notað táragas til að yfirbuga hann. Eftir það hafi hann þurft að sitja í stofufangelsi í fimm daga. Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu manns þarna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Jerúsalem. Þarna voru jafnt útlendingar, Ísraelar og Palestínumenn að mótmæla stríðinu í Líbanon og Palestínu, segir Qussay. Ég var rétt nýkominn á staðinn þegar lögreglusveit kemur og byrjar að lemja fólk og sprauta táragasi. Þeir handtóku mig ásamt fimm öðrum sem voru viðstaddir mótmælin. Hann segir þeim sem handteknir voru hafa verið haldið í fimm klukkustundir á lögreglustöð áður en þeim var sleppt. Þá hafi fimm daga stofufangelsi tekið við. Ég er aumur í baki, hálsi og höndunum eftir þetta. Þessi mótmæli voru friðsamleg á allan hátt, við stóðum þarna með spjöld að mótmæla stríðinu. Qussay segist hafa fengið ábendingar frá fólki um að kæra ekki, það hefði ekkert upp á sig. Ég ætlaði að kæra þetta en mér hefur verið bent á að sleppa því vegna þess að það gerist ekki neitt. Ég fór á sjúkrahús daginn eftir og fékk vottorð, en ég er efins um að ég kæri. Ég ætla að minnsta kosti að bíða og sjá hvort lögreglan ætli að gera eitthvað meira úr þessu máli, segir hann. Ég kom um mánaðamótin til Palestínu til að heimsækja fjölskyldu, vini og ættingja. Þetta kemur ekki til með að stytta heimsóknina, ég læt svona ekkert stöðva mig, segir Qussay, sem hefur verið búsettur á Íslandi í sjö ár og varð nýlega íslenskur ríkisborgari.
Erlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira