Eftirliti með olíu ábótavant 10. ágúst 2006 07:30 Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. „Ég þori nánast að fullyrða það að menn eru að misnota þetta kerfi í einhverjum tilfellum,“ segir Jón. Hann bendir á að eflaust sé auðvelt að láta freistast þegar litaða olían kostar 41 krónu minna á lítrann en sú ólitaða og eftirlit er jafn lítið og raun ber vitni. „Þetta eru bílar sem eyða 50 til 70 lítrum á hundraðið og eru jafnvel keyrðir 500 kílómetra á dag. Ef þessir aðilar eru að svindla og spara þriðjung af sínum olíukaupum sitja þeir ekki við sama borð og aðrir. Þeir eru til dæmis með allt aðrar forsendur fyrir útboðum.“ Jón segist hafa verið mótfallinn þeirri breytingu að fella úr gildi þungaskattskerfið þegar olíuverð var orðið eins hátt og það nú er, þótt deila hefði mátt um upphæð kílómetragjaldsins. „Það kerfi þrælvirkaði og undanskot voru algjör undantekning.“ Jón segir blasa við að Vegagerðin þurfi að herða eftirlitið. „Þeir ráða ekkert við þetta. Fjórir bílar sjá um eftirlit með þyngd, öxulþunga, olíu og rekstrarleyfum. Það er einfaldlega ekki nóg.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. „Ég þori nánast að fullyrða það að menn eru að misnota þetta kerfi í einhverjum tilfellum,“ segir Jón. Hann bendir á að eflaust sé auðvelt að láta freistast þegar litaða olían kostar 41 krónu minna á lítrann en sú ólitaða og eftirlit er jafn lítið og raun ber vitni. „Þetta eru bílar sem eyða 50 til 70 lítrum á hundraðið og eru jafnvel keyrðir 500 kílómetra á dag. Ef þessir aðilar eru að svindla og spara þriðjung af sínum olíukaupum sitja þeir ekki við sama borð og aðrir. Þeir eru til dæmis með allt aðrar forsendur fyrir útboðum.“ Jón segist hafa verið mótfallinn þeirri breytingu að fella úr gildi þungaskattskerfið þegar olíuverð var orðið eins hátt og það nú er, þótt deila hefði mátt um upphæð kílómetragjaldsins. „Það kerfi þrælvirkaði og undanskot voru algjör undantekning.“ Jón segir blasa við að Vegagerðin þurfi að herða eftirlitið. „Þeir ráða ekkert við þetta. Fjórir bílar sjá um eftirlit með þyngd, öxulþunga, olíu og rekstrarleyfum. Það er einfaldlega ekki nóg.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira