„Það hefur aukist á seinni árum að kýrnar séu inni á nóttunni. Eftir að lausagöngufjós fóru að ryðja sér til rúms fóru menn að gefa kúnum hey með beitinni allt sumarið,“ segir Ketill Ágústsson, bóndi á Brúnastöðum.
Þegar kúnum er hleypt út á vorin hækkar frumutalan í kúnum en það dregur úr gæðum mjólkurinnar. Það er því álit margra bænda að betra sé að hafa kýrnar inni á nóttunni.
„Menn eru að færast nær þeirri skoðun að það eigi að færa kúnum fæðuna. Útivera í misjöfnum veðrum hefur áhrif á gæði mjólkurinnar,“ segir Ketill.