Hlutabréf í flugfélögum og ferðaskrifstofum hröpuðu í verði í gær, í kjölfar fréttanna af samsæri um hryðjuverk í farþegaflugvélum á milli Lundúna og Bandaríkjanna. Jafnframt lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu vegna væntinga um að samdráttur í flugi valdi minni eftirspurn eftir eldsneyti.