Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn 22. ágúst 2006 08:00 Sigurður Guðmundsson Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar. Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar.
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira