Hross sturluðust á Menningarnótt 22. ágúst 2006 07:45 Þórarinn jónasson hestabóndi Segist þekkja dæmi þess að hross hlaupi fram af klettum vegna ofsahræðslu af völdum flugelda. Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira