Samsæri um morð og hryðjuverk 23. ágúst 2006 07:15 Teikning af sakborningum Konan er Cossar Ali, eiginkona Ahmeds Ali, sem er einn þeirra átta sem sæta alvarlegustu ákærunum. MYND/AP Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi. Mohammed Zeb, verjandi eins sakborninganna, vísaði öllum ákærum á bug. Allir sakborningarnir eru breskir ríkisborgarar, múslimar og á aldrinum 19-28 ára. Einn er kona, en hún er eiginkona annars sakbornings. Þau þrjú sem sæta minna alvarlegu ákærunum eru sökuð um að hafa haft undir höndum búnað sem hægt er að nota til hryðjuverka og að hafa brugðist skyldu til að koma á framfæri vitneskju sem hefði getað orðið til að hindra mannskætt hryðjuverk. Af þeim 24 sem handteknir hafa verið í Bretlandi vegna málsins var einn látinn laus í gær án ákæru. Auk sakborninganna ellefu sem leiddir voru fyrir dómara í gær eru ellefu aðrir í haldi, sem ekki hafa enn verið ákærðir. Saksóknarar verða að ákveða í dag hvort mönnunum verði birtar ákærur, þeir látnir lausir eða lengra gæsluvarðhalds krafist yfir þeim. Erlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi. Mohammed Zeb, verjandi eins sakborninganna, vísaði öllum ákærum á bug. Allir sakborningarnir eru breskir ríkisborgarar, múslimar og á aldrinum 19-28 ára. Einn er kona, en hún er eiginkona annars sakbornings. Þau þrjú sem sæta minna alvarlegu ákærunum eru sökuð um að hafa haft undir höndum búnað sem hægt er að nota til hryðjuverka og að hafa brugðist skyldu til að koma á framfæri vitneskju sem hefði getað orðið til að hindra mannskætt hryðjuverk. Af þeim 24 sem handteknir hafa verið í Bretlandi vegna málsins var einn látinn laus í gær án ákæru. Auk sakborninganna ellefu sem leiddir voru fyrir dómara í gær eru ellefu aðrir í haldi, sem ekki hafa enn verið ákærðir. Saksóknarar verða að ákveða í dag hvort mönnunum verði birtar ákærur, þeir látnir lausir eða lengra gæsluvarðhalds krafist yfir þeim.
Erlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira