Austurrísk stúlka, sem hvarf sporlaust er hún var tíu ára fyrir rúmum átta árum, er nú loks komin í leitirnar.
Stúlkan, Natascha Kampusch, fannst í garði norðaustur af Vínarborg og ættingjar hennar hafa borið kennsl á hana, að því er fréttastofan APA hefur eftir yfirmanni austurrísku lögreglunnar.
Stúlkan tjáði lögreglu að fullorðinn karlmaður hefði rænt sér og haldið nauðugri í allan þennan tíma. Mikil leit er hafin að hinum grunaða mannræningja, sem var nefndur Wolfgang P. í sjónvarpsfréttum.