Sænski ráðherrann Mona Sahlin var ein á lúxusfarrými í flugi frá Svíþjóð til Washington í vor. Flugferðin kostaði sænskan almenning tæplega 300 þúsund íslenskar krónur, að sögn Expressen.
Samstarfsmenn ráðherrans sátu á almennu farrými og kostaði flugfar þeirra tæplega 50 þúsund krónur á manninn. Mér finnst þetta sanngjarnt, sagði Mona Sahlin við Expressen.
Hneykslismálunum sem umlykur sænska ráðherrann fjölgar stöðugt því nýlega var meðal annars greint frá því að dóttir Sahlin hefði fengið starf í sænska sendiráðinu í Washington án undangenginnar auglýsingar.