Skotinn til bana af samherjum 5. september 2006 07:00 Kanadískir hermenn í AFganistan Hermennirnir voru býsna niðurlútir í gær eftir að fréttir bárust af því að félagi þeirra hefði fallið fyrir skotum úr vinveittri flugvél. MYND/AP Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak. Erlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak.
Erlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira