Tamílatígrarnir segja eiginlegt stríð hafið 5. september 2006 06:45 Hermaður stjórnarhersins kannar ökutæki Vegatálmar eru við flestar alfaraleiðir á Srí Lanka og eru margir þjóðvegir með öllu lokaðir. Því er mikilvægt að stjórna höfninni við Trincomalee, því þaðan má flytja vistir um landið, til dæmis til Jaffna-skaga. MYND/AP Stjórnarher Srí Lanka hefur tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincomalee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás virðist því vera brot á samningnum, en stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr. Tígrarnir hafa hins vegar biðlað til norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, að staðfesta að um brot sé að ræða og hvort eiginlegt stríð hafi brotist út í landinu. Það verður í verkahring Lars Sölvberg, nýjum verkefnisstjóra SLMM, að skera úr um þetta á næstu dögum, en talsmaður SLMM, Þorfinnur Ómarsson, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að allar líkur væru á því að vopnahléssamningurinn hefði verið brotinn með sókninni. Upptök árásarinnar á Sampúr má rekja til bardagans um vatnsveituna í ágúst og er nú til skoðunar hjá SLMM að úrskurða um átökin sem hafa staðið síðan sem eina heild. Stjórnarherinn réðst þá á Tígrana af „mannúðarástæðum“, það er til að koma vatni til sinna skjólstæðinga. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hallast nú að því að vatnsveitubardaginn hafi verið hentug afsökun til að framkvæma yfirstandandi stórsókn við Sampúr. Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Stjórnarher Srí Lanka hefur tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincomalee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás virðist því vera brot á samningnum, en stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr. Tígrarnir hafa hins vegar biðlað til norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, að staðfesta að um brot sé að ræða og hvort eiginlegt stríð hafi brotist út í landinu. Það verður í verkahring Lars Sölvberg, nýjum verkefnisstjóra SLMM, að skera úr um þetta á næstu dögum, en talsmaður SLMM, Þorfinnur Ómarsson, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að allar líkur væru á því að vopnahléssamningurinn hefði verið brotinn með sókninni. Upptök árásarinnar á Sampúr má rekja til bardagans um vatnsveituna í ágúst og er nú til skoðunar hjá SLMM að úrskurða um átökin sem hafa staðið síðan sem eina heild. Stjórnarherinn réðst þá á Tígrana af „mannúðarástæðum“, það er til að koma vatni til sinna skjólstæðinga. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hallast nú að því að vatnsveitubardaginn hafi verið hentug afsökun til að framkvæma yfirstandandi stórsókn við Sampúr.
Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“