Verður skrítið að leika gegn Chelsea 5. september 2006 00:00 Eiður Smári Guðjohnsen MYND/Ole nielsen Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira