Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðu um tvö og hálft til þrjú prósent. Hækkunin nær til þrjátíu manna sem starfa í ræstingu og við sorphirðu.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar ákvörðun bæjaryfirvalda. Hann segir að þetta sé viðbót við þá hækkun sem þessir hópar fá samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins í sumar. Fólkið hækki um fjögur til sex þúsund.