Kjördómstólar í Mexíkó úrskurðuðu í gær að Felipe Calderón væri sannlega sigurvegari forsetakosninganna, sem fram fóru í júlímánuði.
Andstæðingur Calderóns, López Obrador, hafði krafist þess að öll atkvæði kosninganna yrðu endurtalin, en einungis munaði 0,6 prósentum á frambjóendunum. Hann hefur hótað því að fylgismenn sínir muni hunsa næstu ríkisstjórn landsins.
Vicente Fox, núverandi forseti landsins,bauð Obrador til viðræðna í gær eftir að úrslitin voru kunngjörð.