Markaður leitar jafnvægis 7. september 2006 07:15 Sláturtíð Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafnvægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Hörður Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“
Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira