Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu 7. september 2006 08:00 innkaupakarfa Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. MYND/Valli Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira