Heimavist góð fyrir félagsleg samskipti 7. september 2006 07:00 Langt í skólann Dætur Guðjóns, ásamt frænkum sínum, á leið í rannsóknarferð. Fríða Theódórsdóttir, Bjarnveig Ásta Guðjónsdóttir, Emma Theódórsdóttir og Guðný Ólafía Guðjónsdóttir. (Mynd í eigu Maríu Theódórsdóttur). Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir, ábúendur í Hænuvík við Patreksfjörð, hafa þurft að senda dætur sínar tvær, tólf og fimmtán ára, í skóla til Patreksfjarðar í fimmtíu kílómetra akstursfjarlægð, eftir að grunnskólinn í Örlygshöfn var lagður niður fyrir þremur árum síðan. „Í kjölfar breytinganna stóð til að Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta yrðu keyrðar daglega á milli heimilis og skóla. Þegar þessi hugmynd kom upp var þess farið á leit að ég og kona mín myndum sjá um aksturinn, sem hefði tekið okkur um tvo tíma daglega. Sveitarfélagið bauð okkur borgun fyrir þessa þjónustu en taldi sig ekki geta sinnt akstri.“ Guðjón setti sig upp á móti þessu fyrirkomulagi og fór fram á að dætur hans fengju pláss í heimavist á Patreksfirði. „Ástæða þess að mér hugnast ekki sú hugmynd að aka langar vegalendir daglega eru þær að mér finnst þessum tíma betur varið í annað og lítið vit í að vera með börn í daglegum ferðalögum í alls konar veðrum yfir veturinn. Á sínum tíma kærðu foreldrar barna í sveitarfélaginu vinnubrögð sveitarfélagsins varðandi niðurfellingu skólans og fékk sveitarfélagið ákúru fyrir. Ákvörðun um að foreldrar ættu að sjá um akstur barna til og frá skóla var þó ekki breytt. Núna er ekið með Guðnýju og Ástu á Patreksfjörð eldsnemma á mánudagsmorgnum og koma þær heim aftur um hádegi á föstudögum.“ Guðjón segir það hafa gleymst í umræðunni að heimavist sé oft eina leið barna sem búa í sveit til félagslegra samskipta við önnur börn. „Sá tími sem fer í keyrslu er betur varið í nám eða afþreyingu og það er einnig staðreynd að færri börn eru á hvern kennara í fámennum skólum og því auðveldara að sinna þörfum hvers og eins.“ Tíu nemendur voru í grunnskólanum á Örlygshöfn þegar hann var lagður niður og eru flest þessara barna nú keyrð til skóla daglega. Guðjón segir að þrátt fyrir að dætur hans uni sér vel í skóla og heimavist á Patreksfirði hefði hann kosið að hafa þær nær sér. Hann undrast einnig að ekki hafi komið upp sú hugmynd að nota nútímatækni og taka upp fjarkennslu í kjölfar þess að heimavistarskólar voru lagðir niður. Guðný Ólafía, sem áður var nemi í grunnskólanum í Örlygshöfn, stundar nú nám í 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði og líkar vel. „Ég hefði samt gjarnan viljað vera áfram í skólanum í Örlygshöfn, því þar var ég meira með hinum krökkunum.“ Guðný segist þó vera búin að eignast vinkonur í skólanum og gömlu skólafélagarnir úr grunnskólanum í Örlygshöfn halda líka hópinn. „Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið á heimavistinni, er með vinum mínum eða fer í félagsmiðstöðina en það er líka gott að komast heim um helgar,“ segir Guðný, sem er ekki búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur eftir að skyldunámi lýkur. Tími heimavistarskólanna liðinnGuðjón BjarnasonEngir heimavistarskólar eru nú starfandi á Íslandi á grunnskólastigi. Fyrir sextán árum síðan voru starfandi heimavistarskólar á landinu þrjátíu talsins, fyrir átta árum voru þeir sex en nú eru börn í skólum keyrð til og frá heimili sínu daglega. Fækkun heimavistarskóla er í samræmi við stefnu fræðsluyfirvalda um að nemendum skuli ekið í skóla, sé þess nokkur kostur, ekki síst yngri nemendum. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 eiga nemendur að eiga kost á námi í heimabyggð. Grunnskólum fer fækkandi á landinu og fámennir skólar eru á undanhaldi. Á meðan grunnskólum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á landsbyggðinni. Innlent Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir, ábúendur í Hænuvík við Patreksfjörð, hafa þurft að senda dætur sínar tvær, tólf og fimmtán ára, í skóla til Patreksfjarðar í fimmtíu kílómetra akstursfjarlægð, eftir að grunnskólinn í Örlygshöfn var lagður niður fyrir þremur árum síðan. „Í kjölfar breytinganna stóð til að Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta yrðu keyrðar daglega á milli heimilis og skóla. Þegar þessi hugmynd kom upp var þess farið á leit að ég og kona mín myndum sjá um aksturinn, sem hefði tekið okkur um tvo tíma daglega. Sveitarfélagið bauð okkur borgun fyrir þessa þjónustu en taldi sig ekki geta sinnt akstri.“ Guðjón setti sig upp á móti þessu fyrirkomulagi og fór fram á að dætur hans fengju pláss í heimavist á Patreksfirði. „Ástæða þess að mér hugnast ekki sú hugmynd að aka langar vegalendir daglega eru þær að mér finnst þessum tíma betur varið í annað og lítið vit í að vera með börn í daglegum ferðalögum í alls konar veðrum yfir veturinn. Á sínum tíma kærðu foreldrar barna í sveitarfélaginu vinnubrögð sveitarfélagsins varðandi niðurfellingu skólans og fékk sveitarfélagið ákúru fyrir. Ákvörðun um að foreldrar ættu að sjá um akstur barna til og frá skóla var þó ekki breytt. Núna er ekið með Guðnýju og Ástu á Patreksfjörð eldsnemma á mánudagsmorgnum og koma þær heim aftur um hádegi á föstudögum.“ Guðjón segir það hafa gleymst í umræðunni að heimavist sé oft eina leið barna sem búa í sveit til félagslegra samskipta við önnur börn. „Sá tími sem fer í keyrslu er betur varið í nám eða afþreyingu og það er einnig staðreynd að færri börn eru á hvern kennara í fámennum skólum og því auðveldara að sinna þörfum hvers og eins.“ Tíu nemendur voru í grunnskólanum á Örlygshöfn þegar hann var lagður niður og eru flest þessara barna nú keyrð til skóla daglega. Guðjón segir að þrátt fyrir að dætur hans uni sér vel í skóla og heimavist á Patreksfirði hefði hann kosið að hafa þær nær sér. Hann undrast einnig að ekki hafi komið upp sú hugmynd að nota nútímatækni og taka upp fjarkennslu í kjölfar þess að heimavistarskólar voru lagðir niður. Guðný Ólafía, sem áður var nemi í grunnskólanum í Örlygshöfn, stundar nú nám í 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði og líkar vel. „Ég hefði samt gjarnan viljað vera áfram í skólanum í Örlygshöfn, því þar var ég meira með hinum krökkunum.“ Guðný segist þó vera búin að eignast vinkonur í skólanum og gömlu skólafélagarnir úr grunnskólanum í Örlygshöfn halda líka hópinn. „Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið á heimavistinni, er með vinum mínum eða fer í félagsmiðstöðina en það er líka gott að komast heim um helgar,“ segir Guðný, sem er ekki búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur eftir að skyldunámi lýkur. Tími heimavistarskólanna liðinnGuðjón BjarnasonEngir heimavistarskólar eru nú starfandi á Íslandi á grunnskólastigi. Fyrir sextán árum síðan voru starfandi heimavistarskólar á landinu þrjátíu talsins, fyrir átta árum voru þeir sex en nú eru börn í skólum keyrð til og frá heimili sínu daglega. Fækkun heimavistarskóla er í samræmi við stefnu fræðsluyfirvalda um að nemendum skuli ekið í skóla, sé þess nokkur kostur, ekki síst yngri nemendum. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 eiga nemendur að eiga kost á námi í heimabyggð. Grunnskólum fer fækkandi á landinu og fámennir skólar eru á undanhaldi. Á meðan grunnskólum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á landsbyggðinni.
Innlent Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira