Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu 7. september 2006 07:30 Framkvæmdastjóri samiðnar "Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“
Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira