Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu 7. september 2006 07:30 Framkvæmdastjóri samiðnar "Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“
Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira