Erlent

Andalæknar skrifa vottorð

Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu.

Þetta er gert í ljósi þess að opinber heilbrigðisþjónusta í landinu er í miklum fjárhagskröggum og gífurlegt álag er á þeim læknum sem menntaðir eru samkvæmt vestrænum hefðum í læknisfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×