Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó 9. september 2006 05:30 Björk Vilhelmsdóttir Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira