Ísland situr í níunda sæti 9. september 2006 03:30 Birgir Tjörvi Pétursson Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt. Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt.
Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira