Fjórtán ára daglegir neytendur fíkniefna 10. september 2006 05:30 Þórarinn Tyrfingsson. Nauðsynlegt að vinna stöðugt að upprætingu vandans. Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum." Innlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sjá meira
Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum."
Innlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sjá meira