Kveður svið stjórnmálanna sátt 18. september 2006 06:45 Margrét Frímannsdóttir ávarpar kjördæmisráðið. Margrét Frímannsdóttir tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Þorlákshöfn. Hún segist kveðja svið stjórnmálanna sátt. Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995 Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira