Viðskipti innlent

Lífeyris- og sparisjóðir með 22,4%

Að loknum hlutfjárútboðum og skráningu Exista í Kauphöll Íslands hefur orðið nokkur breyting á eignarhaldi fyrirtækisins þó svo að Bakkabræður Holding sé sem fyrr langstærsti hluthafinn.

Hlutur lífeyrissjóða og sparisjóða nemur nú yfir 22 prósentum samkvæmt nýbirtu yfirliti yfir 20 stærstu hluthafa í félaginu.

Heildarhlutafé í Exista nemur ríflega 10,8 milljörðum króna, en á eftir Bakkabræðrum sem eiga rúm 47 prósent, er næststærsti hluthafinn KB banki, með 10,5 prósenta hlut. Samtals eiga lífeyrissjóðir tæplega 609 milljónir króna í félaginu að nafnvirði og sparisjóðir rúmlega 1,8 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×