Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur 20. september 2006 07:30 Kristján Gunnarsson Formaður Starfsgreinasambandsins, Kristján Gunnarsson, telur líklegt að lífeyrissjóðirnir haldi sínu striki. Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær.
Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira