Hundaheppni að ekki fór verr 20. september 2006 03:45 Héraðsdómur Reykjavíkur Átján ára piltur hefur verið dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás. Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára. Málavextir eru þeir að pilturinn réðist á föður sinn á veitingahúsinu Kaffisetrinu aðfaranótt 17. júní síðastliðins í kjölfar deilna um fjölskyldumál. Feðgarnir höfðu fyrr um kvöldið lent í átökum á heimili sínu með þeim afleiðingum að báðir hlutu minniháttar áverka. Stuttu síðar hélt rifrildi þeirra áfram á fyrrnefndum veitingastað og bar vitnum saman um að faðirinn hafi egnt son sinn meðal annars með því að kalla hann ítrekað „aumingja“. Við það missti pilturinn endanlega stjórn á sér, greip til hnífs og stakk föður sinn í hægri síðu. Pilturinn viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa ætlað sér að drepa föður sinn en hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi. Hnífurinn, sem var rúmlega 16 sentimetra langur, stakkst um 10 til 15 sentimetra inn í síðu föðurins, í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra. Í vottorði læknis kom fram að faðirinn hefði vafalaust látist ef hann hefði ekki komist undir læknishendur. Sagði í vottorðinu að hundaheppni hefði ráðið því að ekki fór verr. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára. Málavextir eru þeir að pilturinn réðist á föður sinn á veitingahúsinu Kaffisetrinu aðfaranótt 17. júní síðastliðins í kjölfar deilna um fjölskyldumál. Feðgarnir höfðu fyrr um kvöldið lent í átökum á heimili sínu með þeim afleiðingum að báðir hlutu minniháttar áverka. Stuttu síðar hélt rifrildi þeirra áfram á fyrrnefndum veitingastað og bar vitnum saman um að faðirinn hafi egnt son sinn meðal annars með því að kalla hann ítrekað „aumingja“. Við það missti pilturinn endanlega stjórn á sér, greip til hnífs og stakk föður sinn í hægri síðu. Pilturinn viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa ætlað sér að drepa föður sinn en hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi. Hnífurinn, sem var rúmlega 16 sentimetra langur, stakkst um 10 til 15 sentimetra inn í síðu föðurins, í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra. Í vottorði læknis kom fram að faðirinn hefði vafalaust látist ef hann hefði ekki komist undir læknishendur. Sagði í vottorðinu að hundaheppni hefði ráðið því að ekki fór verr.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira