Refsivert að auglýsa vændi 20. september 2006 08:00 Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra boðar hertari viðurlög við kynferðisbrotum. Enn fremur er í frumvarpi hans gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að auglýsa eftir kynmökum. Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni. Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni.
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira