Hvetur konur til framboðs 20. september 2006 04:00 Sólveig pétursdóttir Segist aldrei hafa litið svo á að þingmennska væri ævistarf. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, lætur af þingmennsku í vor. Hún tilkynnti um ákvörðun sína á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Sólveig sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær hafa verið í yfir tuttugu ár í stjórnmálum, fyrst í borgarmálum og svo á þingi, og það væri orðinn góður tími. „Ég hef aldrei litið svo á að þingmennska væri ævistarf og finnst eðlilegt að það verði endurnýjun.“ Sólveig var í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins 1986-1990 og var þá jafnframt varaþingmaður. Hún tók fast sæti á Alþingi 1. febrúar 1991. Sólveig gegndi formennsku í allsherjar- og utanríkismálanefndum þingsins, hún var dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003 og er nú forseti Alþingis. Hún segist hafa verið heppin að fá að gegna miklum trúnaðarstörfum um ævina og fengið tækifæri til að fylgja pólitískum áherslum sínum eftir. Sólveigu er umhugað um framgang kvenna í stjórnmálum og hvetur konur til að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Ég hef farið í gegnum fimm prófkjör og þó það geti verið harður slagur er þetta lýðræðisleg aðferð. Það virðist stundum erfiðara fyrir konur en karla að koma sér á framfæri en það er engu að kvíða og ég hvet konur til að gefa kost á sér.“ Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, lætur af þingmennsku í vor. Hún tilkynnti um ákvörðun sína á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Sólveig sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær hafa verið í yfir tuttugu ár í stjórnmálum, fyrst í borgarmálum og svo á þingi, og það væri orðinn góður tími. „Ég hef aldrei litið svo á að þingmennska væri ævistarf og finnst eðlilegt að það verði endurnýjun.“ Sólveig var í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins 1986-1990 og var þá jafnframt varaþingmaður. Hún tók fast sæti á Alþingi 1. febrúar 1991. Sólveig gegndi formennsku í allsherjar- og utanríkismálanefndum þingsins, hún var dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003 og er nú forseti Alþingis. Hún segist hafa verið heppin að fá að gegna miklum trúnaðarstörfum um ævina og fengið tækifæri til að fylgja pólitískum áherslum sínum eftir. Sólveigu er umhugað um framgang kvenna í stjórnmálum og hvetur konur til að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Ég hef farið í gegnum fimm prófkjör og þó það geti verið harður slagur er þetta lýðræðisleg aðferð. Það virðist stundum erfiðara fyrir konur en karla að koma sér á framfæri en það er engu að kvíða og ég hvet konur til að gefa kost á sér.“
Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira