Ræddu harðvítugar deilur í Skálholti 21. september 2006 06:45 Biskup Íslands gengur af fundi Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sést hér ganga af fundi Kirkjuráðs sem fram fór í Biskupsstofu. MYND/Hörður Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar segir uppsögn Hilmars Arnar Agnarssonar vera hluta af skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í Skálholti en ráðið hefur greitt rúmlega áttatíu prósent af launum organista í Skálholti um fimmtán ára skeið. Kirkjuráðið fjallaði í gær um breytingar sem stjórn Skálholts hefur boðað á skipulagi og starfsemi Skálholtsstaðar. Í bókun ráðsins um málefni organistans eru breytingarnar útskýrðar og staðfest að organistanum hafi verið sagt upp störfum. Þá segir einnig að Kirkjuráð hafi skipað stjórn Skálholts, sem unnið hafi að því að hrinda stefnumótuninni í framkvæmd. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa boðaðar breytingar fallið í grýttan jarðveg heimamanna og Félags organista. Hilmar Örn hefur stýrt kórum í sveitinni auk þess að vera organisti í Torfastaðakirkju, Haukadalskirkju og Bræðratungukirkju, auk Skálholtskirkju. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, segir grunninn að skipulagsbreytingunum hafa verið lagðan í janúar á fundi Kirkjuráðs, skólaráðs Skálholtsskóla og þeirra er starfa á staðnum. Uppsögn Hilmars Arnar tekur gildi 1. október en tekur aðeins til þess hluta organistastarfsins sem Kirkjuráð hefur kostað. Hilmar Örn hefur þegar leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins en hann hefur starfað sem dómorganisti frá því árið 1991. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar segir uppsögn Hilmars Arnar Agnarssonar vera hluta af skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í Skálholti en ráðið hefur greitt rúmlega áttatíu prósent af launum organista í Skálholti um fimmtán ára skeið. Kirkjuráðið fjallaði í gær um breytingar sem stjórn Skálholts hefur boðað á skipulagi og starfsemi Skálholtsstaðar. Í bókun ráðsins um málefni organistans eru breytingarnar útskýrðar og staðfest að organistanum hafi verið sagt upp störfum. Þá segir einnig að Kirkjuráð hafi skipað stjórn Skálholts, sem unnið hafi að því að hrinda stefnumótuninni í framkvæmd. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa boðaðar breytingar fallið í grýttan jarðveg heimamanna og Félags organista. Hilmar Örn hefur stýrt kórum í sveitinni auk þess að vera organisti í Torfastaðakirkju, Haukadalskirkju og Bræðratungukirkju, auk Skálholtskirkju. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, segir grunninn að skipulagsbreytingunum hafa verið lagðan í janúar á fundi Kirkjuráðs, skólaráðs Skálholtsskóla og þeirra er starfa á staðnum. Uppsögn Hilmars Arnar tekur gildi 1. október en tekur aðeins til þess hluta organistastarfsins sem Kirkjuráð hefur kostað. Hilmar Örn hefur þegar leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins en hann hefur starfað sem dómorganisti frá því árið 1991.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira