Umhverfi skólans hættulegt börnum 21. september 2006 07:30 Leikskólinn Sjáland Aðgengið er mjög slæmt og eiga börn, foreldrar og kennarar í mestu erfiðleikum með að komast að skólanum. M YND/Vilhelm Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira