Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi 21. september 2006 07:30 Björg Thorarensen prófessor Mörk milli grunsemda og rökstudds gruns geta verið óljós. Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“ Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Sjá meira