Það þarf rökstuddan grun um afbrot 22. september 2006 07:00 TAKMARKAÐAR HEIMILDIR Lögregla getur ekki látið til skarar skríða í málum er varða þjóðaröryggi nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða. Lögregla hér á landi getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um möguleika þess að grípa inn í mál, sem gætu bent til yfirvofandi hryðjuverka. Björn bendir á að á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið verulegt starf til að móta inntak forvirkra aðferða í ljósi breyttra áherslna þegar krafa sé gerð um að lögregla rannsaki ekki aðeins afbrot heldur haldi einnig úti rannsóknum til að koma í veg fyrir afbrot. Rannsóknir lögreglu í því skyni að koma í veg fyrir afbrot megi kenna við forvörn sem byggist á greiningu á atvikum og ábendingum. Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningardeild hér á landi til þess að vekja athygli almennings, stjórnmálamanna og annarra á því að við erum í sérstakri stöðu. Síðan verðum við að átta okkur á því hvort við viljum ganga skrefi lengra eða ekki. Ég vil eiga samstarf við stjórnmálamenn úr öllum flokkum um þetta mál og hef stuðlað að því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, heldur mál sem við stöndum frammi fyrir sem berum ábyrgð á öryggi Íslendinga. Við verðum að átta okkur á því hvernig staðan er í þessum málum. Björn segir að ekki verði gengið lengra en gert hefði verið með samþykkt laga um breytingar á lögreglulögum 2. júní, án þess að komið verði á fót eftirlitskerfi Alþingis með störfum öryggis- og greiningardeildar og sett verði þar um sérstök lög, með tilliti til þess sem menn hafi verið að gera í nágrannalöndunum. Þar hafi verið farnar mismunandi leiðir. Í Noregi eru sérstök lög um öryggis- og greiningarþjónustu og í Danmörku er um að ræða sérstakan hluta af réttarfars- og lögreglulöggjöf. Hér hefur verið dregin upp sú mynd af málinu að verið sé að fara út á eitthvert svið sem sé algjörlega óþekkt, en því fer fjarri, eins og þeir geta komist að raun um sem vilja kynna sér stöðu mála í nágrannalöndunum. Björn segir enn fremur að starfssvið öryggis- og greiningarþjónustu myndi ekki einskorðast við þjóðaröryggismál, heldur einnig aðferðir til að takast á við mansal, skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnamál og fleira af því tagi. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Lögregla hér á landi getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um möguleika þess að grípa inn í mál, sem gætu bent til yfirvofandi hryðjuverka. Björn bendir á að á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið verulegt starf til að móta inntak forvirkra aðferða í ljósi breyttra áherslna þegar krafa sé gerð um að lögregla rannsaki ekki aðeins afbrot heldur haldi einnig úti rannsóknum til að koma í veg fyrir afbrot. Rannsóknir lögreglu í því skyni að koma í veg fyrir afbrot megi kenna við forvörn sem byggist á greiningu á atvikum og ábendingum. Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningardeild hér á landi til þess að vekja athygli almennings, stjórnmálamanna og annarra á því að við erum í sérstakri stöðu. Síðan verðum við að átta okkur á því hvort við viljum ganga skrefi lengra eða ekki. Ég vil eiga samstarf við stjórnmálamenn úr öllum flokkum um þetta mál og hef stuðlað að því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, heldur mál sem við stöndum frammi fyrir sem berum ábyrgð á öryggi Íslendinga. Við verðum að átta okkur á því hvernig staðan er í þessum málum. Björn segir að ekki verði gengið lengra en gert hefði verið með samþykkt laga um breytingar á lögreglulögum 2. júní, án þess að komið verði á fót eftirlitskerfi Alþingis með störfum öryggis- og greiningardeildar og sett verði þar um sérstök lög, með tilliti til þess sem menn hafi verið að gera í nágrannalöndunum. Þar hafi verið farnar mismunandi leiðir. Í Noregi eru sérstök lög um öryggis- og greiningarþjónustu og í Danmörku er um að ræða sérstakan hluta af réttarfars- og lögreglulöggjöf. Hér hefur verið dregin upp sú mynd af málinu að verið sé að fara út á eitthvert svið sem sé algjörlega óþekkt, en því fer fjarri, eins og þeir geta komist að raun um sem vilja kynna sér stöðu mála í nágrannalöndunum. Björn segir enn fremur að starfssvið öryggis- og greiningarþjónustu myndi ekki einskorðast við þjóðaröryggismál, heldur einnig aðferðir til að takast á við mansal, skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnamál og fleira af því tagi.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira