Skáldkona sýknuð 22. september 2006 07:45 frá mótmælaaðgerðum fyrir utan réttarsalinn Kona heldur á tyrkneskum fánum en á jörðinni má sjá fána Evrópusambandsins með hakakross í miðjunni. MYND/AP Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum. Erlent Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Sjá meira
Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum.
Erlent Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Sjá meira