Erlent

Vilhjálmur prins í herinn

Vilhjálmur Prinsinn var við skyldustörf á fæðingardeild sjúkrahúss í Lundúnum í vikunni.
Vilhjálmur Prinsinn var við skyldustörf á fæðingardeild sjúkrahúss í Lundúnum í vikunni. MYND/AP
Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins, mun gegna herþjónustu í Blues and Royals-riddaraliðssveitinni, eins og yngri bróðir hans, Harry. Vilhjálmur mun þó væntanlega ekki fylgja félögum sínum í hersveitinni til Afganistans, skyldi hún verða send þangað, þar sem hann er annar í erfðaröðinni að krúnunni og því viðbúið að reynt verði að halda honum utan fremstu víglínu. Harry hefur hins vegar svarið að fylgja sveitinni í hvert það verkefni sem henni kann að verða falið á meðan hann þjónar í henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×