Liverpool valtaði yfir Tottenham 24. september 2006 10:30 Dirk kuyt. Hollendingurinn skoraði eitt mark fyrir Liverpool í gær og hefur nú skorað í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið. Hér fagnar hann marki sínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira