Erlent

Endurkoma í desember

Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, lýsti því yfir opinberlega að hann væri þess fullviss að Fidel Castro myndi snúa aftur til valda í desember. Castro hefur ekki komið fram opinberlega síðan 26. júlí en á síðustu vikum hafa birst myndir af honum í náttfötum á fundum með bæði Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Hugo Chavez, forseta Venesúela.

Raúl Castro, yngri bróðir Fidels og starfandi forseti Kúbu, segir Fidel á góðum batavegi og að framför hans sé stöðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×