Þetta hefur verið versti tími lífs míns 25. september 2006 09:45 Craig Allardyce Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. „Þetta hefur verið versta vika lífs míns. Þetta hefur líka verið versta vikan í lífi föður míns og það er mér að kenna. Það er þung byrði fyrir son að bera,“ sagði Craig í viðtali við götublaðið News of the World í Bretlandi. Craig segist hafa fallið fyrir gylliboði Knut Auf dem Berge, svikula umboðsmanninum í þættinum, sem bauð honum að vera meðeigandi í nýrri umboðsskrifstofu sem átti að byggja afkomu sína á mútum og greiðslum undir borðið. „Ég lét tilfallast og þóttist vera stærri en ég er. Sannleikurinn er sá að ég er bara venjulegur umboðsmaður sem er einfaldlega að reyna að lifa af. Ég þarf að borga mínar skuldir eins og hver annar. Ég er ekki ríkur maður,“ segir Craig í viðtalinu en þar segist hann einnig vera hættur starfi sínu sem umboðsmaður þar sem hann geti ekki treyst neinum lengur. „Ég var misheppnaður sem leikmaður og nú hefur mér mistekist sem umboðsmaður. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég ennþá stuðning pabba,“ sagði Craig og barðist við tárin. „Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir mig en þetta er nokkuð sem ég þarf að sætta mig við. Ég get ekki tekið aftur gjörðir mínar. Ekkert af því sem ég sagði í þættinum var satt en engu að síður hefur þetta komið sér afar illa fyrir fjölskylduna mina. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ala upp börnin mín og byrja upp á nýtt. Ég mun nota fordæmi pabba míns og berjast í gegnum þetta mótlæti." Enski boltinn Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. „Þetta hefur verið versta vika lífs míns. Þetta hefur líka verið versta vikan í lífi föður míns og það er mér að kenna. Það er þung byrði fyrir son að bera,“ sagði Craig í viðtali við götublaðið News of the World í Bretlandi. Craig segist hafa fallið fyrir gylliboði Knut Auf dem Berge, svikula umboðsmanninum í þættinum, sem bauð honum að vera meðeigandi í nýrri umboðsskrifstofu sem átti að byggja afkomu sína á mútum og greiðslum undir borðið. „Ég lét tilfallast og þóttist vera stærri en ég er. Sannleikurinn er sá að ég er bara venjulegur umboðsmaður sem er einfaldlega að reyna að lifa af. Ég þarf að borga mínar skuldir eins og hver annar. Ég er ekki ríkur maður,“ segir Craig í viðtalinu en þar segist hann einnig vera hættur starfi sínu sem umboðsmaður þar sem hann geti ekki treyst neinum lengur. „Ég var misheppnaður sem leikmaður og nú hefur mér mistekist sem umboðsmaður. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég ennþá stuðning pabba,“ sagði Craig og barðist við tárin. „Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir mig en þetta er nokkuð sem ég þarf að sætta mig við. Ég get ekki tekið aftur gjörðir mínar. Ekkert af því sem ég sagði í þættinum var satt en engu að síður hefur þetta komið sér afar illa fyrir fjölskylduna mina. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ala upp börnin mín og byrja upp á nýtt. Ég mun nota fordæmi pabba míns og berjast í gegnum þetta mótlæti."
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira