Skáru upp í þyngdarleysi 5. október 2006 04:30 Þyngdarlaus uppskurður Vísindamenn fylgdust áhugasamir með læknunum, sem voru bundnir niður. MYND/AP Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá. Erlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá.
Erlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“