Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis 7. október 2006 09:15 Siðanefnd hefur rannsókn Doc Hastings, formaður siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skýrði frá því að nefndin ætli sér að rannsaka Foley-málið. MYNDAFP Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember. Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember.
Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“