Vill stórefla Íslandstengsl 9. október 2006 01:15 Frederic P.N. Chang. Í heimsþorpinu eru fjarlægðir afstæðar. Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna. Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna.
Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“