Fylgi við Jafnaðarmannaflokkinn hefur aukist mjög í Danmörku undanfarin misseri eftir að hafa náð sögulegu lágmarki fyrr á árinu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem dagblaðið Politiken sagði frá í gær mælist flokkurinn nú stærsti flokkur Danmerkur.
Er fylgisaukningin meðal annars rakin til kröfu flokksins um að fjárveitingar til sveitarfélaga verði aukin.
En mótmæli vegna niðurskurðar í þjónustu sveitarfélaga hafa verið áberandi í Danmörku síðustu tvær vikur.