Erlent

Rússar vilja fá svör hið fyrsta

Við upphaf viðræðna Júrí Balujevskí frá Rússlandi og Ray Henault frá Kanada.
Við upphaf viðræðna Júrí Balujevskí frá Rússlandi og Ray Henault frá Kanada. MYND/AP

Júrí Balujevskí herforingi, æðsti yfirmaður herafla Rússlands, krefst svara við því hvort Rússland verði með í evrópska eldflaugavarnakerfinu, sem Nató hyggst koma á fót á næstu árum, eða hvort Rússland muni standa utan þeirra varna.

„Það er nauðsynlegt að taka ákvörðun: Hvað næst?“ sagði Balujevskí í gær eftir að hann hafði átt fund í Moskvu með kanadíska herforingjanum Ray Henault, sem er formaður hermálanefndar Nató.

Fundurinn var haldinn þegar sameiginleg heræfing Rússlands og Nató var að hefjast í gær. Á æfingunni var verið að æfa viðbrögð við flugskeytaárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×