Katsav kom ekki til þings 17. október 2006 06:00 Milli forsætisráðherrans og eiginkonu sinnar Moshe Katsav, forseti Ísraels, tók á sunnudaginn þátt í opinberri athöfn, sem haldin var í tilefni þess að hornsteinn var lagður að fornleifafræðibyggingu í Jerúsalem. Hann situr þarna á milli Ehuds Olmert forsætisráðherra og eiginkonu sinnar, Gilu. MYND/AP Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans. Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans.
Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira