Búa sig undir aðra sprengju 18. október 2006 06:00 Hwang Jang Yop Var einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu þegar hann flúði land árið 1997. MYND/AP Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum. Erlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaáætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsanlega að undirbúa aðra tilraunasprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvarlega ögrun. Hún hélt í gær til Japans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkalegum hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóðleg glæpasamtök og óvin lýðræðis“. Hwang lagði áherslu á að einungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völdin. „Engir kínverskir embættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur viðtöl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu, og var nánast uppeldisfaðir sonar hans og núverandi leiðtoga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum.
Erlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira