Breskur ríkisborgari, sem taka átti af lífi í Pakistan meðan á opinberri heimsókn Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles eiginkonu hans stæði, verður ekki líflátinn fyrr en í lok ársins.
Aftökunni var frestað eftir að stjórnvöld í Bretlandi hófu afskipti af málinu, og var haft eftir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að það væri „mjög alvarlegt“ ef Mirza Tahir Hussain yrði tekinn af lífi meðan á heimsókninni stæði.
Hussain, 36 ára, var fundinn sekur um að myrða leigubílstjóra árið 1988 og hefur setið í fangelsi í Pakistan síðan.